Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 16. október 2014 23:20
Brynjar Ingi Erluson
„FIFA verður að opna augun fyrir Ebólufaraldrinum"
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, þjálfari Borussia Dortmund í Þýskalandi, hefur beðið knattspyrnusamband FIFA um að opna augun fyrir Ebólufaraldrinum sem ríður nú yfir Vestur-Afríku og hefur nú smitast í Evrópu.

Ebólufaraldurinn hefur verið mikið í fréttu undanfarna mánuði en fjöldi fólks hefur látið lífið í Vestur-Afríku vegna hennar og þá hefur veiran einnig smitast í Evrópu.

Afríkukeppnin í knattspyrnu fer fram í Marokkó snemma á næsta ári en gestgjafarnir hafa sjálfir beðið knattspyrnusamband Afríku um að fresta keppninni. Sambandið hafnaði þeirri beiðni.

Klopp hefur miklar áhyggjur af þessu en Pierre-Emerick Aubameyang, leikmaður Dortmund, leikur með landsliði Gabon og skoraði tvö mörk í undankeppni Afríkukeppninnar á dögunum.

,,Ég veit ekki hvort leikmenn séu að hugsa um Ebólufaraldurinn en ég hugsa mikið um þetta," sagði Klopp.

,,Ég talaði mikið við Aubameyang um þetta og reyndi að útskýra fyrir honum meðan hann var með landsliðinu úti. Ungt fólk pælir ekki mikið í hlutunum og vita því ekki mikið um þetta."

,,Ég skil ekki hvernig FIFA eða þeir sem eru ábyrgir fyrir þessu geti gert ráð fyrir því að öll landamæri í Afríku séu nógu örugg og að enginn sem er smitaður af Ebólu komist inn í landið þeirra. Við getum ekki einu sinni komið í veg fyrir það í Evrópu."

,,Það verður að taka þessu alvarlega og ekki loka bara augunum. Það verður mikið af fólki alls staðar úr Afríku sem horfir á leikina í Marokkó og fáir sem hafa látið athuga hvort þeir séu smitaðir,"
sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner