banner
   fim 16. október 2014 21:15
Brynjar Ingi Erluson
Markvörður Roma: Því miður er hómófóbía í okkar samfélagi
Morgan De Sanctis
Morgan De Sanctis
Mynd: Getty Images
Morgan De Sanctis, markvörður AS Roma á Ítalíu, telur að samkynhneigðir leikmenn í knattspyrnunni séu of hræddir við að koma út úr skápnum þar sem mikil hómófóbía er í knattspyrnusamfélaginu.

Thomas Hitzlsperger, fyrrum leikmaður Aston Villa og þýska landsliðsins, kom út úr skápnum í janúar á þessu ári.

Robbie Rogers er þó þekktasti einstaklingurinn sem komið hefur út úr skápnum til þessa en hann spilar með Los Angeles Galaxy og er sem stendur eini spilandi atvinnumaðurinn sem hefur opinberað samkynheigð.

,,Það er klárlega samkynhneigð í knattspyrnusamfélaginu. Af 400-500 leikmönnum þá hljóta að vera alla vega 2-3% af leikmönnum samkynhneigðir í Seríu A en enginn þeirra hefur þorað að koma út úr skápnum því það er hómófóbía í okkar samfélagi, því miður" sagði De Sanctis.


Athugasemdir
banner
banner
banner