Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. október 2014 19:47
Brynjar Ingi Erluson
Pep Guardiola: Ég hata Tiki-Taka
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Fyrirsögnin er ekki að blekkja, Pep Guardiola, þjálfari Bayern München og fyrrum þjálfari Barcelona á Spáni, segist hata Tiki-Taka taktíkina, sem Barcelona átti að hafa spilað undir hans stjórn en hann segir liðið þó ekki hafa spilað þá taktík.

Guardiola tókst eins og áður segir að fullkomna taktíkina Tiki-Taka en spænska liðið vann ófáa titla á því tímabili.

Liðið vann deildina þrisvar og Meistaradeildina tvisvar en svo virðist sem að Tiki-Taka sé að deyja út og að lið séu nú þegar komin með svör við taktíkinni.

Guardiola segist þó ekki sammála því að hann hafi spilað Tiki-taka og að sú taktík snúist einungis um að senda boltann.

,,Ég fæ upp í kok við tilhugsunina um Tiki-taka. Halda boltanum svona, þetta er svo mikil vitleysa og þjónar engum tilgangi. Þú verður að spila boltanum með þeim ásetningi að koma boltanum í netið. Þetta snýst ekki um sendingar í guðanna bænum," sagði Guardiola.

,,Þið verðið að finna ykkar eigið DNA í þessu. Skilgreiningin á Tiki-Taka er að senda boltann og ekkert meira en það. Þetta er tilgangslaust."

,,Barca spilaði ekki Tiki-taka, það er kjaftæði. Ekki trúa þessu bulli. Í öllum liðsíþróttum þá er það þannig að annað liðið keyrir á andstæðinginn þannig að liðið neyðist til þess að verjast. Maður keyrir á annan vænginn og dregur andstæðinginn þangað á meðan hinn vængurinn er illa mannaður."

,,Þegar maður er búinn að því þá keyrum við í sókn og skorum á hinum vængnum. Þess vegna verður þú að spila boltanum en þó aðeins ef það er ásetningurinn. Þetta snerist um að keyra yfir andstæðinginn, draga hann að þér og koma þeim á óvart. Þannig verður leikurinn að vera og það hefur ekkert með Tiki-taka að gera,"
sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner