Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 16. október 2014 20:15
Brynjar Ingi Erluson
Platini vill innleiða hvít spjöld - Leikmenn í 10 mínútna kælingu
Michel Platini
Michel Platini
Mynd: Getty Images
Michel Platini, forseti UEFA knattspyrnusambandsins, hefur í hug að innleiða hvít spjöld í fótboltann þar sem leikmönnum er vikið af velli, þó aðeins tímabundið.

Platini býður við framkomu leikmanna í garð dómara en leikmenn eiga það oft til að svara dómurum en tilsvör þeirra geta oft verið mjög gróf.

Þessum fyrrum franski landsliðsmaður vill því að dómarar fái þau völd að geta sent leikmenn í tíu mínútna kælingu.

Hann segir þó að ekki megi rugla gulu og hvítu spjaldi saman en gulu spjöldin halda áfram að þjóna sínum tilgangi er brotið er á leikmönnum.

Það verður áhugavert að sjá hvort þessi hugmynd fái grænt ljós en hann hefur einnig í hug að fjölga skiptingum. Hugmyndin á bakvið það er að það megi skipta tveimur leikmönnum inná í hálfleik og svo þremur í síðari hálfleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner