banner
   fim 16. október 2014 21:51
Brynjar Ingi Erluson
Sterling ætlar að spila með U21 árs landsliðinu á EM
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling, leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, er tilbúinn til þess að spila með U21 árs landsliðinu sem spilar á EM í Tékklandi næsta sumar.

Sterling, sem er 19 ára gamall, gerðist umdeildur í vikunni eftir að hann ræddi við Roy Hodgson, þjálfara enska landsliðsins, en hann bað um að hvera hvíldur gegn Eistlandi þar sem hann var of þreyttur til að byrja.

Hann er að spila afar mikið þrátt fyrir ungan aldur en hann ætlar að sýna landsmönnum sínum að hann sé skuldbundinn þjóðinni með því að spila með U21 árs landsliðinu á EM næsta sumar.

Sterling telur að hann þurfi meiri reynslu á stórmotum og að það komi til með að hjálpa þróun hans.

Mikil umræða hefur verið um U21 árs landsliðið en margir frábærir leikmenn eru gjaldgengir í liðið og eru ekki allir sammála um að leikmenn í A-landsliðinu eigi að spila með U21 liðinu á EM næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner