Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 16. október 2017 11:30
Elvar Geir Magnússon
Daily Mail metur leikmannahóp Man City
Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Ederson.
Markvörðurinn Ederson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sane, Silva og Aguero.
Sane, Silva og Aguero.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Manchester City hefur farið stórkostlega af stað á tímabilinu og er þegar fimm stigum á undan Tottenham sem er í þriðja sætinu. City skoraði sjö mörk gegn Stoke um helgina.

Þegar er farið að bera leikmannahóp City saman við bestu leikmannahópa ensku deildarinnar frá upphafi.

Daily Mail tók sig til og ákvað að meta alla leikmenn í hópnum hjá City.

EDERSON - 8/10
Hefur breytt hugarfarinu í varnarleik Manchester City.

CLAUDIO BRAVO - 5/10
Virkaði aldrei öruggur með sig milli stanganna hjá City.

KYLE WALKER - 8/10
Hefur komið með nýja vídd á hægri vænginn síðan hann kom frá Tottenham.

DANILO - 6/10
Fjölhæfur leikmaður en hans uppáhalds staða er hægri bakvörðurinn.

JOHN STONES - 8/10
Guardiola sýndi honum þolinmæði og það hefur skilað sér. Hefur vart stigið feilspor á tímabilinu.

VINCENT KOMPANY - 6/10
Getur ekki haldist heill.

NICOLAS OTAMENDI - 7/10
Heldur áfram að bæta sig undir stjórn Guardiola.

BENJAMIN MENDY - 7/10
Leit hrikalega vel út í fyrstu leikjunum en hnémeiðsli hafa sett strik í reikninginn.

FABIAN DELPH - 6/10
Áreiðanlegur varamaður fyrir Mendy.

FERNANDINHO - 8/10
Leikmaður sem á skilið meira lof en hann fær.

YAYA TOURE - 6/10
Ekki sami leikmaður og hann var en getur komið að góðum notum.

ILKAY GUNDOGAN - 7/10
Stuðningsmenn City bíða eftir að hann losi sig algjörlega við meiðslin og sýni sínar réttu hliðar.

KEVIN DE BRUYNE - 9/10
Einn allra besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

DAVID SILVA - 8/10
Sækir ekki í sviðsljósið en hann missir aldrei boltann.

RAHEEM STERLING - 8/10
Sjö mörk nú þegar. Sterling er á eldi.

BERNARDO SILVA - 7/10
Hefur litið mjög vel út þegar hann hefur fengið tækifærið.

LEROY SANE - 8/10
Leiftrandi leikmaður sem getur valdið hausverk hjá hvaða varnarmanni sem er.

SERGIO AGUERO - 9/10
Markavél sem mun slá markamet City.

GABRIEL JESUS - 8/10
Ákfaflega duglegur við að vera réttur maður á réttum stað.



Eyðsla Man City undir Pep Guardiola:

2016-2017
Ilkay Gundogan (frá Borussia Dortmund) £20m
Nolito (Celta Vigo) £13.8m
Leroy Sane (Schalke) £37m
Gabriel Jesus (Palmeiras) £27m
John Stones (Everton) £47.5m
Claudio Bravo (Barcelona) £15.4m

2017-2018
Kyle Walker (Tottenham) £45m
Danilo (Real Madrid) £26.5m
Benjamin Mendy (Monaco) £52m
Bernardo Silva (Monaco) £43m
Ederson (Benfica) £34.7m

Samtals: £ 358,8 M
Athugasemdir
banner
banner
banner