Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 16. október 2017 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Dómarinn bjargaði lífi frænda Gareth Barry
Bradley Barry (til hægri) í leik með Swindon Town. Hann fór yfir til Chesterfield í sumar.
Bradley Barry (til hægri) í leik með Swindon Town. Hann fór yfir til Chesterfield í sumar.
Mynd: Getty Images
Bradley Barry er 22 ára gamall frændi Gareth Barry, leikjahæsta leikmanns ensku Úrvalsdeildarinnar.

Barry hefði getað látið lífið þegar hann lenti í samstuði í viðureign Chesterfield gegn Morecambe í D-deildinni.

Dómari leiksins var snöggur að bregðast við þegar Barry fékk spark í gagnaugað og lenti á bakinu.

„Mér líður vel núna. Ég fékk bara spark í andlitið, sá svart og tungan var komin niður í háls en þegar dómarinn hreyfði við mér fór tungan aftur upp og ég náði andanum," sagði Barry við vefsíðu Chesterfield.

„Dómarinn vissi nákvæmlega hvað hann var að gera og ég er honum afar þakklátur því þetta hefði getað farið mikið verr."

Barry og félagar í Chesterfield eru í neðsta sæti deildarinnar með fimm stig eftir þrettán umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner