Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. október 2017 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Eriksen er spenntur fyrir leiknum gegn Real Madrid
Eriksen er búinn að skora þrjú og leggja upp tvö á upphafi tímabilsins.
Eriksen er búinn að skora þrjú og leggja upp tvö á upphafi tímabilsins.
Mynd: Getty Images
Christian Eriksen segist hlakka til þess að mæta Real Madrid í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Tottenham heimsækir Real Madrid annað kvöld en liðin eru á toppi H-riðils með sex stig og sömu markatölu eftir tvær umferðir.

Eriksen hefur áður spilað við Real í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, þegar hann var leikmaður Ajax árið 2012. Toby Alderweireld, annar lykilmaður í liði Tottenham, var einnig í liði Ajax sem mætti Real, en spænsku risarnir unnu báðar viðureignirnar 4-1.

„Það sem þarf gegn stórliðum eins og Real eru gæði og sjálfstraust. Að mínu mati erum við með nóg af báðu," sagði Eriksen.

„Það er alltaf sérstakt að spila á móti Real, þessu magnaða félagi með magnaða sögu. Það verður spennandi að sjá hvernig við stöndum okkur gegn þeim allra bestu."
Athugasemdir
banner
banner