Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. október 2017 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
John Hartson opnar sig um spilafíkn
Mynd: Getty Images
John Hartson opnaði sig um spilafíknina sína í pistli sem hann skrifaði fyrir Daily Mail.

Hartson lék fyrir lið á borð við Arsenal, Celtic og West Ham áður en hann lagði skóna á hilluna fyrir tíu árum.

Sóknarmaðurinn spilaði rúmlega 50 landsleiki fyrir Wales og starfar í dag sem knattspyrnusérfræðingur hjá BT Sport.

„Veðmálafyrirtækin elskuðu mig, ég get sko sagt ykkur það," skrifar Hartson í upphafi pistilsins. „Það var eitt ákveðið fyrirtæki, sem ég ætla ekki að nefna, sem var byrjað að bjóða mér út um allt. Starfsmenn fyrirtækisins sáu til þess að mig vantaði bókstaflega ekkert á meðan ég hélt áfram að veðja.

„Þetta var mjög snjallt hjá þeim því ég var fíkill, mjög djúpt sokkinn fíkill, og allir í heiminum vissu að ég var fullur af pening útaf nýja risasamningnum mínum."


Fyrir átta árum sigraðist Hartson á krabbameini, en hætti ekki að veðja þrátt fyrir peningavandræði á heimilinu.

„Þetta er alltof auðvelt. Þú getur veðjað í símanum þínum, þess vegna meðan þú ert að borða með fjölskyldunni eða jafnvel í miðjum samræðum við eiginkonuna.

„Sarah, eiginkonan mín, hefur verið mín stoð og stytta og á ég henni allt að þakka. Hún þurfti lengi vel að gera allt sjálf heima meðan ég var með krabbamein, og svo fór ég að spila þrátt fyrir að það vantaði peninga til að borga reikninga.

„Ég hætti ekki að veðja fyrr en botninum var náð og Sarah yfirgaf mig. Ég skráði mig í GA samtökin og í þessum mánuði eru sex ár síðan ég veðjaði síðast. Mér líður ótrúlega vel með þennan árangur."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner