Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 16. október 2017 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lovren ósammála knattspyrnusambandinu: Lukaku gerði þetta viljandi
Mynd: Getty Images
Dejan Lovren og Romelu Lukaku mættust í markalausu jafntefli á Anfield Road um helgina.

Lukaku átti slæman leik og snerti boltann minna en allir aðrir leikmenn vallarins, eða 17 sinnum.

Lukaku virtist pirraður á köflum og var heppinn að sleppa gegnum 90 mínútur án þess að fá svo mikið sem gult spjald.

Lukaku virtist traðka á andliti Lovren í leiknum og er enska knattspyrnusambandið búið að fara yfir málið og staðfesta sakleysi belgíska sóknarmannsins. Lovren er ekki sammála ákvörðun knattspyrnusambandsins.

„Mér fannst hann gera þetta viljandi, hann hefði getað fært sig. Mér fannst líka skrýtið að hann baðst ekki afsökunar strax, ef maður gerir svona óviljandi þá eru fyrstu viðbrögð alltaf að biðjast afsökunar," sagði Lovren.

„Mér er alveg sama um ákvörðun knattspyrnusambandsins, þetta er atvik sem gerðist á vellinum og er partur af fortíðinni. Ég er ekkert að hugsa um þetta."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner