mán 16. október 2017 11:00
Elvar Geir Magnússon
Luke Shaw fær að heyra það eftir lélega frammistöðu með varaliðinu
Manchester United borgarði 30 milljónir punda fyrir Shaw 2014.
Manchester United borgarði 30 milljónir punda fyrir Shaw 2014.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Manchester United eru farnir að efast um að Luke Shaw eigi sér framtíð hjá félaginu eftir slaka frammistöðu með varaliði félagsins.

Vinstri bakvörðurinn hefur ekki náð að koma sér inn í myndina undir stjórn Jose Mourinho en meiðsli hafa hamlað framþróun þessa 22 ára leikmanns.

Shaw spilaði fyrir varalið United gegn West Ham um helgina. Hann lék allan leiktímann í 4-2 tapi og átti vondan dag.

Í þriðja marki West Ham fór Edimilson Fernandes illa með Shaw áður en hann átti stoðsendingu á Toni Martinez. Þá mistókst Shaw að loka á Joe Powell þegar hann skoraði fjórða mark Hamranna.


Athugasemdir
banner
banner
banner