Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 16. október 2017 10:00
Elvar Geir Magnússon
Markvörður í Indónesíu lést eftir samstuð við samherja
Huda lék með Persela í Indónesíu.
Huda lék með Persela í Indónesíu.
Mynd: Persela
Markvörður í efstu deild í Indónesíu lést eftir að hafa lent í samstuði við samherja í deildarleik.

Farið var með Choirul Huda, 38 ára, beint á sjúkrahús í gær en hann var úrskurðaður látinn fljótlega eftir komuna þangað.

Dr Yudistiro Andri Nugroho segir að Huda hafi haft slæma áverka á bringu, hálsi og neðri kjálka.

Samstuðið gerði það að verkum að Huda hætti að anda og hlaut hjartastopp.

Þúsundir stuðningsmanna félags Huda, Persela, hittust um kvöldið og kveiktu á kertum til að minnast markvarðarins sem lék yfir 500 deildarleiki fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner