Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. október 2017 09:25
Elvar Geir Magnússon
Mourinho mun ekki enda ferilinn hjá Man Utd
Powerade
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Thiago Alcantara.
Thiago Alcantara.
Mynd: Getty Images
BBC hefur tekið sama helsta slúðrið úr ensku götublöðunum þennan mánudaginn.

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segir að hann muni ekki enda ferilinn á Old Trafford og hefur ýjað að því að hann hefur áhuga á að taka við Paris Saint-Germain þegar hann hættir hjá United. (The Times)

Mourinho ku vera pirraður yfir því að ekki hafi farið fram neinar viðræður um að framlengja þriggja ára samning hans. Mourinho er þegar hálfnaður með þann samning. (Daily Record)

Chelsea. Manchester City og Arsenal eru á eftir hinum 17 ára Abel Ruiz sem er með þriggja milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum við Barcelona. Framherjinn spilar með B-liði Börsunga. (Mirror)

Manchester City íhugar að gera tilboð í Ryan Bertrand (28), vinstri bakvörð Southampton, í janúarglugganum. (Daily Mail)

Barcelona fylgdist með þremur leikmönnum Bayer Leverkusen í gær: Það eru miðvörðurinn Jonathan Tah (21), vængmaðurinn Leon Bailey (20) og vængmaðurinn Julian Brandt (21). (Sport)

Tony Pulis, knattspyrnustjóri West Brom, trúir því að áhuginn í sumarglugganum hafi truflað varnarmanninn Jonny Evans (29). (Mirror)

Liverpool mun ekki leyfa Rhian Brewster (17) að fara á lán í janúarglugganum en vængmaðurinn Lazar Markovic (23) og miðvörðurinn Lloyd Jones (22) eru á förum. (Sun)

Liverpool hefur áhuga á því að fá hollenska varnarmanninn Perr Schuurs (17) frá Fortuna Sittard. (Daily Mail)

Barcelona gæti snúið sér að Thiago Alcantara (26), miðjumanni Bayern München, ef félagið nær ekki að kaupa Philippe Coutinho (25) í janúar. (Don Balon)

Villarreal hefur áhuga á því að kaupa sóknarmiðjumanninn Diego Lainez (17) frá America í Mexíkó. (ESPN)

Lazio vill verðlauna varnarmanninn Stefan de Vrij (25) með nýjum samningi til að fæla burt áhuga Liverpool. (FourFourTwo)

Nottingham Forest hefur áhuga á því að fá skoska vængmanninn Lewis Morgan (21) frá St Mirren. Celtic, Rangers og Birmingham hafa líka áhuga. (Daily Record)

Antonio Conte segir að það verði erfitt fyrir Chelsea að verja Englandsmeistaratitilinn eftir tapið gegn Crystal Palace. Hann setur spurningamerki við hvort leikmannahópur sinn sé nægilega sterkur til að berjast í mörgum keppnum. (Guardian)

Lionel Messi, framherji Barcelona, og Antonella Roccuzzo hafa opinberað að þau eigi von á sínu þriðja barni. (Daily Mail)

Craig Shakespeare, stjóri Leicester, segir að allir knattspyrnustjórar séu fjórum leikjum frá krísu. (Telegraph)

Andy Carroll, sóknarmaður West Ham, hefur verið sektaður um 180 þúsund pund af félaginu fyrir rauða spjaldið gegn Burnley. (Mirror)

Gerard Houllier, fyrrum stjóri Liverpool, segir að hann hefði getað keypt Cristiano Ronaldo til Liverpool 2003 en honum þótti launakröfur hans óraunhæfar. (Liverpool Echo)
Athugasemdir
banner