Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. október 2017 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Richarlison í vandræðum fyrir dýfuna gegn Arsenal
Mynd: Getty Images
Watford lagði Arsenal að velli í ensku Úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Arsenal komst yfir í fyrri hálfleik en Troy Deeney jafnaði úr vítaspyrnu í síðari hálfleik áður en Tom Cleverley gerði sigurmarkið á 92. mínútu.

Vítaspyrnuna fékk Watford eftir að Richarlison virtist dýfa sér innan vítateigs gestanna og var Arsene Wenger brjálaður að leikslokum, en Marco Silva kom sínum manni til varnar.

Nýjar reglur í Úrvalsdeildinni gera þriggja manna dómnefnd kleift að refsa leikmönnum fyrir að blekkja dómara mísvitandi á meðan á leik stendur. Allir í dómnefndinni þurfa að vera sammála til að viðkomandi fari í leikbann.

„Richarlison ætti að vera fyrsti leikmaðurinn til að vera bannaður fyrir að takast að blekkja dómara eftir dýfuna hans gegn Arsenal," segir Graham Poll, einn af bestu dómurum enskrar knattspyrnusögu, um málið.

„Það eru samt þrír í dómnefndinni og það er aldrei að vita hvort þeir verði allir sammála eða ekki. Með smá heppni getur hann sloppið við tveggja leikja bann."
Athugasemdir
banner
banner