Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 16. október 2017 14:30
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Telegraph 
Richarlison sleppur við bann
Richarlison í leiknum um helgina.
Richarlison í leiknum um helgina.
Mynd: Getty Images
Richarlison framherji Watford sleppur við leikbann í ensku úrvalsdeildinni eftir að nefnd á vegum enska knattspyrnusambandsins hreinsaði hann af ásökunum um að dýfa sér gegn Arsenal.

Watford vann leikinn um helgina 2-1 en jöfnunarmark liðsins kom úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir að Richarlison féll eftir viðskipti sín við Hector Bellerin.

Þetta er í fyrsta sinn sem svona málefni tengt leikmanni í ensku úrvalsdeildinni fer fyrir þessa nýlegu nefnd á vegum sambandsins. Nefndin úrskurðaði í dag að Richarlison hafi ekki látið sig falla og ekki verði gripið til neinna aðgerða.

Enska knattspyrnusambandið neitar að gefa upp hvaða þrír menn sitja í þessari nefnd en hún er valin úr hópi 13 fyrrverandi knattspyrnustjóra, leikmanna og dómara og var sett saman í sumar.

Í 13 manna hópnum eru: Nigel Adkins, Rachel Brown-Finnis, Terry Butcher, Lee Dixon, Alex McLeish, Danny Murphy, Chris Powell, Trevor Sinclair, Keren Barratt, Steve Dunn, Mike Mullarkey, Alan Wiley og Eddie Wolstenholme.

Nöfn þeirra þriggja sem dæma hverju sinni verða aðeins gefin upp ef leikmaðurinn fær refsingu fyrir að láta sig falla og enska knattspyrnusambandið gefur skrifalega út ástæður fyrir leikbanninu.
Athugasemdir
banner
banner
banner