Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 16. október 2017 14:53
Elvar Geir Magnússon
Sterling: Hugsaði ekki í eina mínútu um að fara í Arsenal
Sterling vill vera lengi hjá Man City.
Sterling vill vera lengi hjá Man City.
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling segir að hann hafi ekki hugsað út í það í eina mínútu að fara í Arsenal eftir að félagið hafði áhuga á að fá hann í sumar.

Pep Guardiola vildi halda Sterling og enski landsliðsmaðurinn hefur launað traustið með sex mörkum í ensku úrvalsdeildinni það sem af er.

„Ég var ekkert að íhuga það að fara og þurfti ekki að hugsa út í þetta í eina mínútu. Ég gerði fimm ára samning við Manchester City og á þrjú og hálft ár eftir," segir Sterling sem kom til City frá Liverpool í júlí 2015.

„Það hefur gengið vel á þessu tímabili, bæði hjá mér og liðinu og ég verð að vinna hart að því að fara á flugi inn í HM í Rússlandi. Ég verð að halda áfram að einbeita mér að því að komast inn í svæði til að skora mörk, koma mér inn í teiginn því þaðan kemur meirihluti marka minna."

Guardiola hefur náð því besta fram í Sterling.

„Hann reynir alltaf að fá þig til að gera einfalda hluti og það er snilldin við hann. Það virkar algjörlega."

City á leik gegn Napoli í Meistaradeildinni á morgun. Liðið er á toppi riðils síns og einnig á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner