Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 16. október 2017 18:59
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Gummi Tóta lagði upp - Malmö meistari
Guðmundur Þórarinsson.
Guðmundur Þórarinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimm Íslendingar komu við sögu í sænsku efstu deildinni í dag og sat einn á bekknum er Íslendingaliðin Norrköping og Hammarby töpuðu.

Guðmundur Þórarinsson og Jón Guðni Fjóluson voru í byrjunarliði Norrköping gegn toppliði Malmö á meðan Arnór Sigurðsson og Alfons Sampsted voru á bekknum.

Gummi Tóta lagði fyrsta mark leiksins upp fyrir David Moberg Karlsson og héldu heimamenn í forystuna þar til snemma í síðari hálfleik þegar Carlos Strandberg jafnaði.

Gestirnir bættu tveimur mörkum við í síðari hálfleik og kom Arnór inná þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Með sigrinum hefur Malmö tryggt sér sænska meistaratitilinn en liðið er tíu stigum á undan AIK.

Arnór Smárason bar fyrirliðabandið í liði Hammarby og lék allan leikinn á hægri vængnum ásamt Birki Má Sævarssyni, en Íslendingarnir töpuðu 2-0.

Hammarby er búið að bjarga sér frá falli þegar þrjár umferðir eru eftir og Norrköping er í efri hluta deildarinnar, fimm stigum frá evrópudeildarsæti.

Norrköping 1 - 3 Malmö
1-0 D. Karlsson ('9)
1-1 C. Strandberg ('49)
1-2 L. Nielsen ('61)
1-3 A. Christiansen ('84)

Kalmar 2 - 0 Hammarby
1-0 M. Solheim ('79, sjálfsmark)
2-0 J. Ring ('88)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner