Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 16. október 2017 13:30
Elvar Geir Magnússon
Zidane hleður Kane lofi
Kane er frábær tímabil eftir tímabil.
Kane er frábær tímabil eftir tímabil.
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, segir að Harry Kane sé góður í öllu sem sóknarmaður þurfi að vera góður í. Hann útilokar ekki að reyna að fá Kane til Madrídarliðsins.

Tottenham ferðast til Spánar í dag en framundan er leikur gegn ríkjandi meisturum í Meistaradeildinni.

Real Madrid hefur áður sótt Gareth Bale og Luka Modric til Tottenham.

„Hann er mjög mikilvægur leikmaður, hann er lykilmaður fyrir Tottenham og er góður í öllu. Hann ræðst á svæði af miklum hraða. Framfarirnar sem hann hefur tekið hafa komið mér á óvart," segir Zidane sem var spurður að því hvort Tottenham gæti fengið tilboð í Kane frá Real Madrid.

„Ég veit ekki hvað mun gerast í framtíðinni."

Leikur Real Madrid og Tottenham verður klukkan 18:45 á morgun. Bæði lið eru með sex stig eftir tvær umferðir í H-riðli en Dortmund og APOEL eru án stiga.
Athugasemdir
banner
banner
banner