Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 16. nóvember 2014 17:36
Brynjar Ingi Erluson
Leikmannamál
Benedikt Októ til ÍBV (Staðfest) - Enn fækkar í Safamýrinni
Benedikt Októ Bjarnason í leik með Fram
Benedikt Októ Bjarnason í leik með Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV í Pepsi-deild karla hefur fengið til sín varnarmanninn, Benedikt Októ Bjarnason, frá Fram en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í dag.

Benedikt, sem er 19 ára gamall, lék einungis einn leik með Fram í Pepsi-deildinni í sumar undir stjórn Bjarna Guðjónssonar en árið áður lék hann sex leiki í heildina er Ríkharður Daðason var við stjórnvölinn.

Samningur hans við Fram átti að renna út í lok desember en hann ákvað að framlengja ekki við félagið og halda til ÍBV.

Hann gerði í dag þriggja ára samning við ÍBV en Benedikt er ættaður frá Vestmannaeyjum og má því segja að hann sé kominn á heimaslóðir.

Hann er tíundi leikmaðurinn sem yfirgefur Fram eftir að félagið féll niður í fyrstu deild en auk hans hafa þeir Hafsteinn Briem, Hörður Fannar Björgvinsson, Viktor Bjarki Arnarsson, Ósvald Jarl Traustason, Aron Þórður Albertsson, Arnþór Ari Atlason, Guðmundur Magnússon, Jóhannes Karl Guðjónsson og Haukur Baldvinsson farið.
Athugasemdir
banner
banner
banner