Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 16. nóvember 2014 20:43
Alexander Freyr Tamimi
Conte ósáttur með orðróma um Balotelli
Conte er ósáttur með orðrómana.
Conte er ósáttur með orðrómana.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, landsliðsþjálfari Ítalíu, er afar ósáttur um orðróma þess efnis að Mario Balotelli hafi verið rekinn heim úr herbúðum landsliðsins.

Þessi framherji Liverpool sneri aftur til Englands eftir að hafa meiðst á nára og sagði Conte að alger óþarfi væri að halda honum í herbúðum liðsins fyrir leikinn gegn Króatíu.

Ítalskir fjölmiðlar héldu því þó fram í morgun að Balotelli hefði lent í rifrildi við Conte vegna þess að hann ætti að byrja á bekknum, og það hafi endað með því að hann var rekinn heim.

Því neitaði Conte hins vegar reiður í viðtali við Rai Sport:

,,Ég held því fyrir sjálfan mig hvernig við mátum Balotelli. Það sama á við um Alessio Cerci. Nú er nóg komið!" sagði Conte reiður.

Athugasemdir
banner
banner
banner