Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 16. nóvember 2014 21:36
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands gegn Tékkum - Raggi bestur
Icelandair
Marki Ragga Sig fagnað.
Marki Ragga Sig fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði 2-1 gegn Tékkum í undankeppni EM í kvöld en leikið var í Plzen.

Ragnar Sigurðsson kom Íslendingum yfir snemma leiks en Pavel Kaderabek jafnaði á lokasekúndum fyrri hálfleiks.

Jón Daði Böðvarsson skoraði síðan sjálfsmark í síðari hálfleik sem skildi liðin að.

Hér má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net úr leiknum. Ragnar Sigurðsson var valinn maður leiksins.


Hannes Þór Halldórsson 5
Fínn í fyrri hálfleik en leit ansi illa út í síðara marki Tékka.

Theodór Elmar Bjarnason 3 (´61)
Eftir frábæra byrjun í undankeppninni kom mikil dýfa hjá Elmari í kvöld. Gerði sig sekan um mistök í mörkunum og var í basli í þann klukkutíma sem hann spilaði.

Kári Árnason 6
Var í veseni á köflum. Bjargaði vel á línu í síðari hálfleiknum.

Ragnar Sigurðsson 7 - Maður leiksins
Skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og var bestur af varnarmönnum Íslands.

Ari Freyr Skúlason 6
Komst ágætlega frá sínu.

Emil Hallfreðsson 4 (´61)
Náði sér aldrei á strik á hægri kantinum. Hefði mátt hjálpa meira til varnarlega.

Aron Einar Gunnarsson 7
Barðis vel að vanda. Frábært að fá löngu innköstin aftur inn frá fyrirliðanum.

Gylfi Þór Sigurðsson 6
Slakasti leikur Gylfa í talsverðan tíma. Var ekki mikið í boltanum. Komst þó nálægt því að skora þegar hann átti skot í stöng í síðari hálfleik.

Birkir Bjarnason 7 (´77)
Með allra bestu leikmönnum liðsins í fyrri hálfleik og átti frábæra stoðsendingu í markinu. Dró af honum í síðari hálfleiknum.

Jón Daði Böðvarsson 5
Hljóp og barðist vel eins og í öllum leikjunum hingað til. Var óheppinn í sjálfsmarkinu.

Kolbeinn Sigþórsson 7
Átti stóran þátt í markinu þegar hann vann Petr Cech í loftinu.

Varamenn:
Rúrik Gíslason 6 (´61)
Náði litið að ógna.

Birkir Már Sævarsson 6 (´61)
Átti góða tæklingu sem bjargaði skyndisókn hjá Tékkum í síðari hálfleiknum.

Jóhann Berg Guðmundsson – (´77)
Athugasemdir
banner
banner
banner