Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 16. nóvember 2014 14:30
Arnar Geir Halldórsson
Haukur Heiðar að ganga til liðs við AIK
Haukur Heiðar hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta leik fyrir KR
Haukur Heiðar hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta leik fyrir KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Akureyringurinn öflugi, Haukur Heiðar Hauksson, mun ganga í raðir sænska liðsins AIK á næstu dögum.

AIK og KR hafa átt í viðræðum um kaupverð á kappanum og virðist það nú vera í höfn en Haukur mun skrifa undir fjögurra ára samning við AIK.

Haukur Heiðar var valinn leikmaður ársins hjá KR, ásamt Gary Martin, en Haukur sem er 23 ára gamall var í íslenska landsliðshópnum í leiknum gegn Tyrkjum fyrr í haust.

Haukur á 158 leiki að baki í efstu og næstefstu deild en hann byrjaði að spila með uppeldisfélagi sínu, KA, aðeins 17 ára gamall.

AIK er eitt stærsta lið Svíþjóðar en liðið lenti í 3.sæti Allsvenskan á nýafstaðinni leiktíð. Heimavöllur liðsins, Friends Arena, tekur alls 54 þúsund áhorfendur.
Athugasemdir
banner