Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 16. nóvember 2014 22:56
Elvar Geir Magnússon
Heimir: Veit ekki hvort aðrir hefðu komið í veg fyrir þetta mark
Icelandair
Heimir á spjalli við Lars Lagerback í kvöld.
Heimir á spjalli við Lars Lagerback í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við erum svekktir og sárir að hafa tapað," sagði Heimir Hallgrímsson annar af landsliðsþjálfurum Íslands eftir 2-1 tapið gegn Tékkum í kvöld.

,,Mér fannst sigurinn vera verðskuldaður á allan hátt. Við hefðum getað stolið stigi í lokin og það hefði verið gaman en það hefði að öllum líkindum verið ósanngjarnt."

Lestu um leikinn: Tékkland 2 -  1 Ísland

,,Við náðum ekki að jafna það sem Tékkarnir voru að sýna. Þetta er sambland af því að þeir voru að gera vel og við illa. Ég hef sjaldan séð lið sem er jafn vinnusamt og vel æft og Tékkland og það er engin skömm að taka gegn þeim."

,,Auðvitað horfum við á okkar leik og reynum að bæta það sem við getum. Við héldum boltanum illa og vorum á eftir í alla bolta. Hvort það er af því að þeir séu góðir eða við slakir, það er örugglega samblanda af báðu."

,,Við þjálfararnir horfum á hvað við hefðum getað gert betur í uppsetningu á leiknum, undirbúningi og annað. Það er nægur tími til að hugsa það. Næsti leikur er í lok mars."


Theodór Elmar Bjarnason og Emil Hallfreðsson fóru af velli strax eftir annað markið en þeir voru í basli í leiknum. Íhuguðu þjálfararnir að taka þá af velli í hálfleik?

,,Nei, ekki í hálfleik. Þeir voru klárir þegar markið kom. Ég veit ekki hvort aðrir menn hefðu komið í veg fyrir þetta mark. Þeir voru betri en við nánast allan leikinn frá upphafi til enda. Þeir sóttu mikið upp vinstri kantinn og við ætluðum að reyna að fá ferskar fætur. Þetta var erfitt fyrir Emil og Elmar allan leikinn."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner