Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 16. nóvember 2014 22:30
Alexander Freyr Tamimi
Leikur Ítalíu og Króatíu stöðvaður vegna óláta
Stuðningsmenn Króatíu kveiktu í blysum í kvöld.
Stuðningsmenn Króatíu kveiktu í blysum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Leikur Ítalíu og Króatíu í undankeppni EM 2016 var flautaður af tímabundið þegar um stundarfjórðungur var eftir vegna óláta stuðningsmanna gestanna.

Staðan var 1-1 þegar dómarinn stöðvaði leikinn að öðru sinni. Stuðningsmenn Króatíu hentu blysum inn á völlinn og kveiktu í flugeldum, og slógust einnig við lögreglu.

Snemma í leiknum var blysum hent inn á völl og dómarinn stöðvaði leikinn, lét starfsfólk taka blysin af vellinum og hélt leiknum svo áfram. Hann ætlaði að gera það sama í síðari hálfleik en allt var farið úr böndunum.

Á endanum tókst þó að klára leikinn og lokatölur 1-1.

Hér að neðan má sjá myndbrot frá leiknum.




Athugasemdir
banner
banner