Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 16. nóvember 2014 20:00
Alexander Freyr Tamimi
Mynd: Er grasið grænna í Aserbaídsjan?
Leikmenn Noregs voru útataðir í grænni málningu.
Leikmenn Noregs voru útataðir í grænni málningu.
Mynd: Getty Images
Knattspyrnuyfirvöld í Aserbaídsjan töldu að það væri góð hugmynd að mála eða spreyja grasið á þjóðarleikvangi sínum grænt fyrir leikinn gegn Noregi í undankeppni EM 2016 í dag.

Veturinn er farinn að segja til sín þar í landi og vildi knattspyrnusambandið hugsanlega gera grasið aðeins fallegra, líkt og einnig hefur verið gert á Íslandi.

Hins vegar byrjaði að rigna á meðan leik stóð og endaði þetta á því að leikmenn voru allir útataðir í grænni málningu.

Þetta truflaði gestina þó ekki of mikið, en Noregur vann 1-0 sigur.
Athugasemdir
banner
banner