sun 16. nóvember 2014 15:49
Arnar Geir Halldórsson
Roma vill fá Glen Johnson
Dagar Johnson á Anfield senn taldir
Dagar Johnson á Anfield senn taldir
Mynd: Getty Images
Samningur Glen Johnson rennur út næsta sumar og heyrast nú fregnir af því að AS Roma fylgist grannt með gangi mála.

Roma vonast til að geta keypt þennan þrítuga hægri bakvörð ódýrt í janúar en liðinu bráðvantar leikmann í bakvarðarstöðuna vegna meiðsla Maicon.

Það gæti því verið enskt bakvarðarpar hjá liðinu eftir áramót en Ashley Cole er á mála hjá Roma sem er í 2.sæti Serie A, þrem stigum á eftir Juventus.

Glen Johnson kom til Liverpool árið 2009 fyrir 17 milljónir punda en virðist vera fyrir aftan Javer Manquillo í goggunarröðinni hjá Brendan Rodgers.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner