Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 16. nóvember 2014 21:46
Alexander Freyr Tamimi
Godsamskipti
Petr Cech í leiknum í kvöld.
Petr Cech í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði 2-1.
Ísland tapaði 2-1.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland þurfti í kvöld að sætta sig við sitt fyrsta tap í undankeppni EM 2016 í kvöld þegar liðið lá 2-1 gegn Tékklandi.

Hér að neðan má sjá brot úr hinni miklu Twitter umræðu um þennan leik.

Hörður Snævar Jónsson:
Langt innkast í fyrsta sinn í langan tíma frá Aroni Einarj og BÚMM. Mark

Egill "Gillz" Einarsson:
Þvílíka andskotans veislan að innköstin hjá tvífara mínum séu komin í gang aftur!!!

Snær Snæbjörnsson:
Golazo Ísland!!! Hneigðu þig Ragnar Sigurðsson! #Fotboltinet #czeisl

S. Mikael Jónsson:
Hvað eru menn samt að spá að skora svona snemma? Ég var ekki nærri því búinn að tuða yfir Rúv og þjóðsöngnum! #fotboltinet

Jón Valgeir:
Þetta innkast, þessi björgun og þetta mark ! #czeisl #fotboltinet

Elfar Freyr Helgason:
Hinn slavneski BlazRoca að klikka á deddara

Guðmundur Jóhannsson:
Ég veit ekkert hver skoraði !
Og mér er alveg sama !
Þoli hann ekki hvort sem er !!
-@GummiBen
#ógeðslegt #fotboltinet

Kári Jónsson:
Höfum séð sterkari hálfleik hjá Íslandi. Stoðsendingin hjá KA-manninum var hinsvegar glæsileg. #czeisl #fotboltinet #KA

Viðar Ingi Pétursson:
Ísland síðasta liðið til að fá á sig mark í keppninni (staðfest) #eitthvað #czeisl #fotboltinet

Bjarni Hallfreðsson:
Það að Ísland hafi verið síðasta landið í allri undankeppninni til að fá mark á sig er samt ein stór snilld #fotboltinet

Bergmann Guðmundsson:
Þess vegna ertu ekki með vængmann í bakverðinum. Færð á baukinn á endanum. Skelfilegt hjá Elmari. #ballwatching #fotboltinet

Einar Már Þórólfsson:
Hélt að ég myndi aldrei í lífinu segja þetta en ég vil fá Birki Má inná.. Teddi í ruglinu #fotboltinet

Magnús Þór Jónsson:
Elmar búinn að eiga mjög erfiðan fyrri hálflleik og tvöföld mistök í jöfnunarmarkinu. Pikka sig upp strákur! #fotboltinet

Stefán Snær:
Inná með Pavel Nedved eða ég skipti yfir á N4 #fotboltinet

Daníel Kári:
Ég er svo stressaður að ég get ekki borðað kvöldmatinn. Guð sé lof fyrir bjórinn! #fotboltinet #ísland

Björn Bragi:
Ég myndi alla í þessu landsliði.

Magnús Þór Jónsson:
Elmar vill gleyma þessum leik sem allra, allra, allra fyrst.

Einar Matthías:
Er ekkert verið að grínast með hvað þeir eru slappir á hægri vængnum, þvílík tímasetning á þessum mörkum Tékka. Andskotinn.

Tómas Þór Þórðarson:
Bara íslensk landslið geta brotlent væntingaþotunni með jafnmiklum látum. Sama um hvaða íþrótt er að ræða.

Einar Guðberg Jónsson:
Gubbaði pínku upp í mig #fotboltinet #czeisl

Jóhann Ingi Jónsson:
Gylfi var farinn í fagnið, Cech heppinn að velja minni hjálminn. Annars hefði þetta farið inn. #fotboltinet #ansjósansstöngin

Unnar Ari Hansson:
Okei þetta var mest pirrandi mark sem eg hef séð #viðurkenniþað #áttuekkiaðverjaþetta #fotboltinet

Magnús Þór Jónsson:
Ákveðin umræða um að stundum vanti "Plan B" svolítið að fá pælingafóður í kvöld. #fotboltinet

Gunnlaugur Smárason:
Ótrúlega "gamla" Íslands mörk sem við höfum fengið á okkur! #fotboltinet #nýtt

Magnús Þór Jónsson:
Erum númeri of litlir í þessum leik, enginn heimsendir þar á ferð en vissulega ákveðin vonbrigði. Vonandi óvæntar síðustu 20 #fotboltinet

Benni:
Jæja þá get ég bætt Tékklandi við lönd sem ég mun aldrei heimsækja, Króatía nú þegar komið á blað #fotboltinet

Gunnleifur Gunnleifsson:
Koma svo drengir mínir!

Arnar Smárason:
Heimir er bara í innanhússkóm. #SúTíska

Tómas Þór Þórðarson:
Eigum eftir að vinna Kasaka 2x, Letta 1x og fá 4 stig gegn Tyrkjum úti og Tékkum heima. Það eru fullt af stigum sem senda okkur til France.

Henry Birgir:
Margir spila undir getu. Heppnismark klárar leikinn gegn sterkum Tékkum. Séð það verra. #áframgakk

Smári Jökull Jónsson:
Tap á útivelli á móti sterkasta liðinu sem við höfum mætt í riðlinum. Fyrirfram hefðum við alltaf tekið að vera með 9 stig eftir 4 leiki

Guðmundur Hilmarsson:
Ekkert til að skammast sín fyrir. Tékkar betri en þurftu að hafa fyrir þessu. Okkar slakasti leikur og margir spiluðu undir getu. Ódýr mörk.

Benedikt Bóas:
Hvernig stopparu besta landslið skandinaviu? Ju, með þvi að fa launatekkan frá Roman Abramovits #ThatsWhyWeHateChelsea

Gunnleifur Gunnleifsson:
Þetta er bara rétt að byrja. Erum í öðru sæti, töpuðum fyrir frábæru liði með einu marki á útivelli. Elska þessa gæja!!!#fotbolti #czeisl

Ómar Ingi Guðmundsson:
Það hvað allir eru svekktir með frammistöðuna og úrslitin gegn Tékklandi er besta sönnun þess hversu langt landsliðið er komið #fotboltinet

Benedikt Sigmundsson:
Ef íslenska liðið hefði spilað bara af hálfri getu hefðum við aldrei tapað þessum leik #fotboltinet

Sigurður Hilmar Guðjónsson:
Vorum nokkuð góðir eftir að Tékkar komust í 2-1, getum vel unnið þetta lið heima. Mikið eftir af undankeppninni #fotboltinet

Guðmundur Marinó:
Þetta landslið er frábært. Skulum ekki gleyma því. Aldrei raunhæft að fara vandræðalaust í gegnum þessa keppni #fotboltinet

Magnús Örn Helgason:
Held samt að þetta sé sigur miðað við höfðatölu #Pollýönnuvaktin #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner