Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 16. nóvember 2014 21:36
Alexander Freyr Tamimi
Undankeppni EM: „Reality Tékk“ í Plzen
Icelandair
Ísland komst yfir en tapaði.
Ísland komst yfir en tapaði.
Mynd: Fotbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Tékkland 2 - 1 Ísland
0-1 Ragnar Sigurðsson ('9)
1-1 Pavel Kaderábek ('45)
2-1 Jón Daði Böðvarsson ('61, sjálfsmark)

Frábær sigurganga íslenska landsliðsins er á enda eftir svekkjandi 2-1 tap í Tékklandi í undankeppni EM 2016 í kvöld.

Ísland fékk algera draumabyrjun þegar Ragnar Sigurðsson skoraði strax á 9. mínútu með skalla. Birkir Bjarnason gerði frábærlega að halda boltanum inni á og skallaði boltann til Ragnars, og miðvörðurinn stangaði boltann í netið.

Óhætt er að segja að gestirnir frá Tékklandi hafi verið talsvert öflugri aðilinn í fyrri hálfleik en allt benti þó til þess að Ísland næði að fara með forystuna inn í leikhlé.

Svo var hins vegar ekki. Tékkland fékk ódýra aukaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks og úr henni endaði Pavel Kaderábek að skora með skalla, 40 sekúndum eftir venjulegan leiktíma. Virkilega svekkjandi.

Tékkland hélt áfram á sömu braut í seinni hálfleik og var sterkari aðilinn. Heimamenn komust svo í 2-1 á 61. mínútu þegar Jón Daði Böðvarsson skoraði grátlegt sjálfsmark.

Hann fékk þá boltann í sig eftir fyrirgjöf og boltinn lak framhjá Hannesi og í netið.

Ísland fékk tækifæri til að jafna. Gylfi Þór Sigurðsson átti skot í stöng og varamaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson lét Petr Cech verja vel frá sér úr dauðafæri.

Allt kom fyrir ekki og Tékkland vann 2-1 sigur, sem verður að teljast verðskuldaður. Íslenska liðið var því miður ekki nærri því jafn gott og það hafði verið í fyrstu þremur leikjum sínum, og tap staðreynd.

Ísland er enn með 9 stig í 2. sætinu en Tékkland er með 12 stig í 1. sæti, enn með fullt hús stiga eftir fjóra leiki.
Athugasemdir
banner
banner