Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 16. nóvember 2014 18:55
Alexander Freyr Tamimi
Undankeppni EM: Holland slátraði Lettlandi
Hollendingar unnu í kvöld.
Hollendingar unnu í kvöld.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Holland 6 - 0 Lettland
1-0 Robin van Persie ('6)
2-0 Arjen Robben ('35)
3-0 Klaas-Jan Huntelaar ('42)
4-0 Jeffrey Bruma ('78)
5-0 Arjen Robben ('82)
6-0 Klaas-Jan Huntelaar ('89)

Holland átti í nákvæmlega engum vandræðum með Lettland þegar liðin mættust í A-riðli undankeppni EM 2016 í kvöld.

Hollendingar unnu afskaplega sannfærandi 6-0 sigur og eru þar með komnir með 6 stig í riðlinum.

Robin van Persie kom heimamönnum yfir strax á 6. mínútu og þeir Arjen Robben og Klaas Jan Huntelaar sáu til þess að staðan var 3-0 í leikhléi.

Jeffrey Bruma bætti svo við fjórða markinu á 78. mínútu áður en þeir Robben og Huntelaar fullkomnuðu niðurlægingu Letta.

Lettland er því enn með tvö stig í fjórða sætinu, en tveir leikir í riðlinum fara fram klukkan 19:45. Ísland - Tékkland og Tyrkland - Kasakstan.
Athugasemdir
banner
banner