Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 16. nóvember 2014 19:28
Alexander Freyr Tamimi
Undankeppni EM: Markalaust hjá Belgíu og Wales
Belgar gerðu jafntefli við Wales.
Belgar gerðu jafntefli við Wales.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Belgía og Wales gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust í undankeppni EM 2016 í Brussel í kvöld.

Gareth Bale bjargaði á marklínu fyrir Wales á 6. mínútu og tókst Belgum ekki að koma boltanum yfir línuna.

Í sama riðli, B-riðli, vann Kýpur afar sannfærandi 5-0 sigur gegn Andorra. Georgios Efrem skoraði þrennu fyrir heimamenn.

Þá vann Noregur 1-0 útisigur gegn Aserbaídsjan í H-riðli. Eina mark leiksins skoraði Håvard Nordtveit á 25. mínútu.
Athugasemdir
banner
banner