Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 16. nóvember 2014 21:58
Alexander Freyr Tamimi
Undankeppni EM: Tyrkland vann Kasakstan
Yilmaz skoraði tvö í sigri Tyrklands.
Yilmaz skoraði tvö í sigri Tyrklands.
Mynd: Getty Images
Tyrkland 3 - 1 Kasakstan
1-0 Burak Yilmaz ('26, víti)
2-0 Burak Yilmaz ('29)
3-0 Serdar Aziz ('83)
3-1 Samat Smakov ('87, víti)

Tyrkland vann góðan 3-1 sigur gegn Kasakstan í A-riðli undankeppni EM 2016 í kvöld.

Þetta var fyrsti sigur Tyrklands í keppninni og er liðið nú komið með fjögur stig.

Burak Yilmaz kom Tyrkjum yfir úr vítaspyrnu á 26. mínútu og bætti við öðru marki þremur mínútum síðar.

Serdar Aziz kórónaði svo sigur Tyrklands á 83. mínútu, en skömmu síðar minnkaði Samat Smakov metin úr vítaspyrnu fyrir Kasakstan.

Ísrael vann sterkan 3-0 sigur gegn Bosníu Hersegóvínu og Malta gerði óvænt 1-1 jafntefli við Búlgaríu. Þá gerðu Ítalía og Króatía 1-1 jafntefli í leik sem flautaður var snemma af vegna óláta stuðningsmanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner