Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 16. nóvember 2015 14:13
Hafliði Breiðfjörð
Emil Atlason: Ég ætla að skora 32 mörk fyrir Þrótt
Emil í búningi Þróttar í dag.
Emil í búningi Þróttar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég get ekki beðið eftir að byrja að æfa hérna," sagði Emil Atlason við Fótbolta.net í dag eftir að hafa skrifað undir samning við Þrótt um að spila með liðinu út næstu leiktíð.

Emil kemur til félagsins frá KR sem lánaði hann út síðasta tímabil til Vals.

„Ég tel þetta vera rétta skrefið fyrir mig. Ég er með þjálfara hérna sem gefur mér alveg 100% traust og ég get ekki beðið eftir að byrja að æfa hérna og spila."

„Það var ekkert útilokað að vera áfram í Val og ég talaði við nokkur félög, en þetta fór svona og ég valdi þetta því ég tel þetta besta skrefið fyrir mig."


Gregg Ryder þjálfari Þróttar sannfærði Emil um að Þróttur væri besta skrefið á ferlinum fyrir hann.

„Mér líst mjög vel á hann. Hann er mjög sannfærandi þegar maður fundar með honum, það er mjög auðvelt að tala við hann. Hann er mjög góður þjálfari og það skiptir máli, ég get ekki beðið eftir að vinna með honum."

„Hann kom mér til Leicester á sínum tíma, ég heyrði af því þegar hann byrjaði að tala um það, ég hafði þó ekkert hitt hann fyrr en síðustu mánuði."


Ferill Emils hefur verið í lægð undanfarin ár og hann ætlar sér af stað með Þrótti.

„Já, ég ætla mér að gera það hérna. Ég get ekki beðið eftir að byrja," sagði Emil en hjá Þrótti mun Emil leysa hlutverk markahróksins Viktors Jónssonar sem er farinn aftur í Víking úr láni.

„Viktor skoraði þrjátíu og eitthvað mörk, það er svakalegur árangur. Ég ætla að ná 32 mörkum."

„Ég geri tíu mánaða samning sem ég er mjög sáttur með. Þeir buðu mér það."

Athugasemdir
banner
banner
banner