Aston Villa horfir til Sunderland - Real Madrid ætlar að fá Konate - Anderson ekki til sölu
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
Nacho Heras: Hugsaði jafnvel að ég ætti bara að gefast upp
Haraldur Freyr: Fann bara að orkan í okkur var frábær
Sindri Kristinn fullur þakklætis: „Ég er svo hamingjusamur að hafa náð þessu með félaginu mínu"
Hemmi Hreiðars: Held að fólk átti sig ekki á því
Dóri Árna: Svekkelsi að fá ekki betri stöður með útileikmann í markinu
Viktor Jóns: Með breytingum fara menn upp á tærnar
Björn Daníel líklega að hætta: Held það sé best að hætta á þessum nótum
Framtíð Heimis í óvissu: Ólíklegt að ég haldi áfram
Lárus Orri: Gripið inn í leikinn með skrítnum dómgæslum
Óskar Hrafn: Hlutir fara stundum öðruvísi en maður ætlar sér
Nablinn: Ekki til neitt sem heitir lokaður leikur þegar þú ert með Hemma sem þjáflara
Jón Kristinn: Þessir Spánverjar eru gull
Fjórði dómarinn ósammála dómaranum - „Hann bara þorði ekki að dæma“
Ingó Sig: Minnti mig á Ronaldinho gegn Englandi 2002
Skoraði rosalegt mark beint úr aukaspyrnu - „Ég var heppinn“
Tók bikar í kveðjuleiknum - „Fullkominn endir“
„Ég held að ég verði ekki næsti aðstoðarþjálfari hjá Steina"
Donni: Fram er bara betra lið en FHL, á erfitt með að sjá að þær geri eitthvað á móti þeim
   mán 16. nóvember 2015 14:00
Magnús Már Einarsson
Zilina í Slóvakíu
Gylfi: Monk sendi ekki SMS til að óska til hamingju
LG
Borgun
Gylfi í viðtali í dag.
Gylfi í viðtali í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Gylfi Þór Sigurðsson segist ekki hafa fengið neinar óskir frá Garry Monk, stjóra Swansea, um það hversu mikið hann myndi spila í vináttuleikjunum gegn Póllandi og Slóvakíu.

Gylfi spilaði allan leikinn gegn Pólverjum á föstudag og búast má við að hann verði á sínum stað í byrjunarliðinu gegn Slóvökum annað kvöld. Monk hefur í það minnsta ekki óskað eftir að hann fái frí.

„Hann (Monk) er lítið að tala við leikmenn. Þegar við fórum áfram sendi hann ekki einu sinni leikmönnum frá Wales og Íslandi sms til að segja til hamingju. Ég hef ekkert heyrt í honum. Það er undir Lars og Heimi hvað ég spila mikið," sagði Gylfi við Fótbolta.net í dag.

„Fyrst maður er kominn hingað þá er eina vitið að spila leikinn. Ég talaði aðeins við Lars á æfingunni í dag og hann vildi að ég myndi spila að minnsta kosti 45 mínútur. Ég verð vonandi klár í það."

Martin Skrtel og Marek Hamsik fá frí hjá Slóvökum á morgun en þeir eru tveir þekktustu leikmenn Slóvaka.

„Auðvitað væri skemmtilegast að spila á móti þeirra bestu leikmönnunum en maður bjóst við því fyrir þessa æfingaleiki að liðin myndu gefa yngri og óreyndari leikmönnum tækifæri á að sanna sig og sjá breiddina á hópunum fyrir mótið í sumar," sagði Gylfi.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner