Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mán 16. nóvember 2015 20:30
Magnús Már Einarsson
Zilina í Slóvakíu
Vladimir Weiss: Mun reyna að sparka vel í Birki
LG
Borgun
Vladimir Weiss hress og kátur á hóteli slóvakíska landsliðsins í dag.
Vladimir Weiss hress og kátur á hóteli slóvakíska landsliðsins í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
„Við höfum horft á íslenska liðið á myndböndum. Þetta er sterkt lið sem hefur unnið sér þátttökurétt á EM. Þetta verður góður leikur og góð prófraun fyrir EM. Við erum spenntir," sagði Vladimir Weiss leikmaður Slóvakíu í einkaviðtali við Fótbolta.net í dag.

Weiss er í lykilhlutverki hjá Slóvökum en hann lagði upp flest mörk allra leikmanna í undankeppni EM. Hann verður í eldlínunni gegn Íslendingum í Zilina annað kvöld.

„Íslenska liðið er mjög þétt og menn berjast fyrir hvorn annan. Það eru nokkrir góðir einstaklingar í liðinu."

Weiss spilaði á sínum tíma með Birki Bjarnasyni hjá Pescara á Ítalíu. „Ég mun einbeita mér að Birki og reyna að sparka vel í hann," sagði Weiss léttur í bragði.

„Við höfum ekki hist síðan við spiluðum saman á Ítalíu og ég hlakka til að hitta hann. Við höfum verið góðir vinir síðan við vorum á Ítalíu."

„Á Ítalíu spilaði hann á miðjunni. Núna spilar hann á vinstri kantinum með Íslandi. Hann er sterkur leikmaður sem berst í 90 mínútur. Hann var góður hjá Pescara og ég veit að hann er mjög mikilvægur leikmaður fyrir íslenska landsliðið."


Weiss er 25 ára gamall en hann spilaði sinn fyrsta landsleik með Slóvökum árið 2009. Það var á Laugardalsvelli í 1-1 jafntefli gegn Íslandi í vináttuleik. „Ég spilaði bara í hálftíma en þetta var fyrsti leikurinn og ég á góðar minningar frá þeim leik," sagði Weiss.

Weiss var á mála hjá Manchester City frá 2009 til 2012 en náði ekki að komast í liðið. Hann fór til Rangers, Bolton og Espanyol á láni áður en hann samdi við Pescara árið 2012. Eftir hálft tímabil með Olympiakos samdi Weiss síðan við Lekhwiya SC í Katar en þar spilar hann í dag.

„Ég tók þessa ákvörðun fyrir tveimur árum og ég nýt þess ennþá að vera þar. Fótboltinn er auðvitað ekki eins og í Evrópu en ég tek þessu mjög alvarlega. Við höfum okkar markmið þar og ég er að reyna að gera mitt besta með mínu liði," sagði Weiss um boltann í Katar.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner