banner
   fim 16. nóvember 2017 22:08
Ívan Guðjón Baldursson
Aubameyang í agabann fyrir að djamma á Spáni
Dembele og Aubameyang unnu þýska bikarinn með Dortmund í byrjun sumars.
Dembele og Aubameyang unnu þýska bikarinn með Dortmund í byrjun sumars.
Mynd: Getty Images
Fyrr í dag greindum við frá því að Pierre-Emerick Aubameyang er ekki í leikmannahópi Borussia Dortmund sem mætir Stuttgart annað kvöld.

Talið er að Aubameyang hafi verið settur í agabann fyrir að fljúga til Barcelona til að hitta Ousmane Dembele, fyrrverandi liðsfélaga sinn hjá Dortmund, og fara á djammið í Barcelona með bróður sínum.

Ekkert hefur verið staðfest, en þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Aubameyang er settur í agabann fyrir að djamma á frídegi. Í fyrra var hann ekki í leikmannahópnum gegn Sporting Lisbon í Meistaradeildinni eftir að hafa farið í afmæli til vinar sins á Ítalíu í fríinu sínu.

Aubameyang og Dembele voru frábærir saman í framlínu Dortmund á síðasta tímabili og gerði Aubameyang 31 mark í 32 deildarleikjum. Dembele var í kjölfarið keyptur til Barcelona á 96 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner