Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 16. nóvember 2017 17:22
Elvar Geir Magnússon
Aubameyang í agabann hjá Dortmund
Aubameyang.
Aubameyang.
Mynd: Getty Images
Pierre-Emerick Aubameyang er ekki í leikmannahópi Borussia Dortmund sem mætir Stuttgart í þýsku deildinni annað kvöld.

Aubameyang átti upphaflega að vera í hópnum en var svo tekinn úr honum. Ástæðan eru agavandamál.

Ekki er vitað hvað kom upp eða hversu lengi umrætt agabann mun standa en þetta vekur upp spurningar um hvort sóknarmaðurinn skæði gæti fært sig um set í janúarglugganum.

Þessi 28 ára leikmaður hefur skorað 15 mörk í 17 mótsleikjum fyrir Dortmund það sem af er tímabili en ekki náð að skora í síðustu fimm leikjum. Verðmiðinn á honum er talinn vera í kringum 80 milljónir evra.

Dortmund er í þriðja sæti þýsku deildarinnar, sex stigum frá meisturunum í Bayern München sem eru í kunnuglegri stöðu í toppsætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner