Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 16. nóvember 2017 12:48
Elvar Geir Magnússon
Hjörvar telur að Diego hafi eyðilagt möguleika sína í Katar
Icelandair
Diego Jóhannesson fann sig ekki í Katar.
Diego Jóhannesson fann sig ekki í Katar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur 365 miðla, var í viðtali í fréttatíma Stöðvar 2 í gær varðandi íslenska landsliðið sem gerði 1-1 jafntefli í vináttulandsleik gegn Katar á þriðjudag.

Á Twitter segist hann hafa getað verið grimmari í ummælum sínum.

„Ég nýt þess að vinnan mín snýr ekkert að landsliðinu eins og staðan er núna. Get því leyft mér að vera glerharður stuðningsmaður. Hefði eflaust getað verið grimmari. Líklega var minn maður Diego að signa sig úr landsliðinu með þessu giggi í Katar. Því miður," segir Hjörvar í svari á Twitter.

Hægri bakvörðurinn Diego Jóhannesson hefur mikið verið í umræðunni en hann fékk tækifæri hjá Katar. Hann fann sig ekki og fékk til dæmis aðeins fjóra í einkunn hjá Fótbolta.net.

„Við vildum fá svör og það er gott að fá svör, þótt þau séu neikvæð. Sumir nýttu tækifærið og aðrir gerðu það ekki, þannig er það bara," sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson eftir leikinn gegn Katar.

Hjörvar telur að Heimir gæti hafa verið að tala um Diego og Rúnar Már Sigurjónsson sem leikmenn sem ekki hafi nýtt tækifærið. Þá nefnir hann Arnór Ingva Traustason en döpur leikæfing og sjálfstraustleysi virðist vera að hrjá hann.

„Leikmaður sem er gjörsamlega týndur er Arnór Ingvi Traustason sem var ein af hetjum okkar í Frakklandi fyrir rúmu ári síðan. Hvað kom fyrir hann? Hann er gjörsamlega óþekkjanlegur inni á vellinum," sagði Hjörvar á Stöð 2.

Þá segir hann að Gylfi Þór Sigurðsson hafi líklega verið annars hugar gegn Katar. „Hann var bara með hugann við verkefni helgarinnar með Everton," sagði Hjörvar en innslagið má sjá með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner