Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. nóvember 2017 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ian Wright: Ég var lagður í einelti hjá Crystal Palace
Ian Wright var valinn besti leikmaður 20. aldar hjá Palace.
Ian Wright var valinn besti leikmaður 20. aldar hjá Palace.
Mynd: Getty Images
Ian Wright er búinn að opna sig varðandi fyrstu skrefin sín í atvinnumennsku sem ungur leikmaður Crystal Palace.

Wright var 22 ára þegar hann fór til Palace og gerði 90 mörk í 225 deildarleikjum.

Skoski miðvörðurinn Jim Cannon var fyrirliði Palace þegar Wright kom til félagsins og segir sóknarmaðurinn að Cannon hafi lagt sig í einelti.

„Hann lagði mig í einelti þegar ég kom til félagsins. Af einhverjum ástæðum fannst honum ég vera ógnandi, hann var ömurlegur við mig," sagði Wright við The Times.

„Ég sagði stjóranum frá eineltinu og hann sagði mér að Cannon yrði ekki mikið lengur hjá félaginu, að ég ætti að halda áfram að gera það sem ég væri að gera og standa upp fyrir sjálfum mér.

„Einn daginn þurfti ég að klobba hann til að skora á æfingu og ég gerði það. Í kjölfarið tók hann kung-fu spark í bakið á mér. Þjálfarinn sá það og Jim var látinn fara frá félaginu eftir tímabilið."


Times ræddi einnig við Cannon sem neitar að hafa lagt Wright í einelti.

„Ég lagði engan í einelti, hann var bara hávær. Kannski urðu samskipti okkar hjá Palace til þess að hann varð svona góður í fótbolta."

Wright fór svo til Arsenal þar sem hann varð að stórstjörnu og komst inn í enska landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner