Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 16. nóvember 2017 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Þjálfari Alsír trompaðist á fréttamannafundi
Mynd: Getty Images
Alsír vann 3-0 í æfingaleik gegn Mið-Afríkulýðveldinu á þriðjudaginn eftir að hafa misst af sæti á HM.

Alsíringar stóðu sig skelfilega í dauðariðlinum í undankeppni Afríkuþjóða fyrir HM og enduðu í neðsta sæti.

Nígería vann riðilinn, Sambía var í öðru sæti og Kamerún í því þriðja, en Alsíringar enduðu aðeins með tvö stig þrátt fyrir að vera meðal sigurstranglegustu liða undankeppninnar.

„Herra Djebour, þú ert óvinur alsírska landsliðsins. Þú ert óvinur alsírska landsliðsins!" sagði þjálfarinn á fréttamannafundi eftir sigurinn.

„Ég ætla að segja þetta svo allir heyri. Ég virði ykkur alla, ég virði ykkur alla en ekki hann!"

Djebour byrjaði þá að svara fyrir sig og missti þjálfarinn algjörlega stjórnar á skapinu sínu.

„Haltu kjafti! Haltu kjafti! Haltu kjafti! Haltu kjafti! Haltu kjafti! Haltu kjafti! Segðu af þér og leyfðu næstu kynslóð að taka við starfinu þínu!

„Ég er tilbúinn í næstu spurningu, takk."


Alsíringar hafa skipt fimm sinnum um þjálfara á rúmu ári.



Athugasemdir
banner
banner