Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 16. nóvember 2017 12:30
Magnús Már Einarsson
Orri bíður ennþá eftir svari frá Horsens
Orri Sigurður Ómarsson.
Orri Sigurður Ómarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Eftir því sem ég best veit þá eru þeir að hugsa sig um," sagði Orri Sigurður Ómarsson, varnarmaður Vals, við Fótbolta.net í dag.

Danska félagið Horsens náði á dögunum samkomulagi við Val um kaupverð á Orra. Bo Henriksen þjálfari Horsens sagði í síðustu viku að félagið myndi taka ákvörðun í vikunni um það hvort samið verði við Orra eða ekki.

Orri skoðaði aðstæður hjá Horsens í síðustu viku og spilaði með liðinu í 1-1 jafntefli í æfingaleik gegn þýska liðinu Union Belrin.

„Mér fannst þetta ganga ágætlega. Mér fannst þetta vera á pari miðað við það að ég var ekki búinn að spila eða æfa fótbolta í mánuð. Þeir vissu af því og nefndu það nokkrum sinnum að þeir skildu að ég hefði ekki verið neitt í fótbolta að undanförnu," sagði Orri.

Orri er uppalinn hjá HK en hann var á mála hjá danska félaginu AGF í þrjú ár áður en hann gekk í raðir Vals fyrir sumarið 2015.

Horsens er í sjötta sæti í dönsku úrvalsdeildinni eftir fimmtán umferðir. Framherjinn Kjartan Henry Finnbogason spilar með liðinu.
Athugasemdir
banner