fim 16. nóvember 2017 10:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Oumar Niasse vorkennir Koeman
Nisse hefur átt endurnýjun lífdaga hjá Everton á þessu tímabili
Nisse hefur átt endurnýjun lífdaga hjá Everton á þessu tímabili
Mynd: Getty Images
Oumar Niasse, leikmaður Everton segir að hann beri engan kala til fyrrum stjóra síns, Ronald Koeman og viðurkennir að hann vorkenni Hollendingnum en hann var rekinn frá félaginu.

Niasse var ekki í náðinni hjá Koeman og var lánaður til Hull í janúar á þessu ári eftir að hafa verið sagt að hann ætti enga framtíð hjá félaginu.

Niasse stóð sig hins vegar vel með Hull á síðasta tímabili og fékk annað tækifæri til þess að heilla Koeman í sumar.

Senegalinn skoraði gegn Sunderland í deildabikarnum þann 20. september og þremur dögum síðar skoraði hann tvö mörk í deildinni í endurkomusigri á Bournemouth.

Einnig var hann á skotskónum gegn Arsenal í 5-2 tapi en það tap kostaði Koeman starfið sitt.

„Ég vorkenndi honum eftir að félagið losaði sig við hann," sagði Niasse og þakkaði hann Hollendingnum síðan fyrir að endurvekja ferilinn sinn hjá Everton.

„Satt að segja, voru þeir tilbúnir til þess að láta mig fara og ég var einnig tilbúinn til þess að fara því ég vissi að þetta yrði erfitt tímabil en að lokum ákvað ég að vera áfram. Ég þakkaði honum því hann hefði getað látið mig æfa með U23 ára liðinu en hann setti mig aftur í liðið."
Athugasemdir
banner
banner