Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 16. nóvember 2017 09:00
Magnús Már Einarsson
Özil, Sanchez, Wilshere og Fellaini gætu farið frítt
Powerade
Fellaini verður samningslaus næsta sumar.
Fellaini verður samningslaus næsta sumar.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin gefa ekkert eftir og hér er helsta slúður dagsins í dag.



Jack Wilshere (25), miðjumaður Arsenal, er á óskalista Real Betis. Spænska félagið ætlar að reyna að krækja í Wilshere þegar samningur hans rennur út næsta sumar. (Sun)

Arsenal ætlar að ákveða framtíð Mesut Özil (29) og Alexis Sanchez (28) í janúar en þeir verða samningslausir næsta sumar. (Daily Telegraph)

Umboðsmaðurinn Jorgen Mendes hefur rætt við fjölskyldumeðlimi Dele Alli (21) um að fara með leikmanninn frá Tottenham til Real Madrid. (Daily Mail)

Willian (29) gæti farið frá Chelsea til AC Milan í janúar. (Daily Star)

Marouane Fellaini (29), miðjumaður Manchester United, hefur hafnað nýjum samningi hjá félaginu en hann gæti farið frítt frá félaginu næsta sumar. (Sun)

Pablo Mari (24), varnarmaður Manchester City, er á óskalista félaga á Englandi. Spánverjinn er í dag í í láni hjá NAC Breda í Hollandi. (Daily Mail)

Everton gerði aðra tilraun til að fá Marco Silva, stjóra Watford, en án árangurs. Everton er reiðbúið að borga Silva 3,5 milljónir í laun á tímabili. (Daily Telegraph)

Tim Cahill (37) gæti verið á förum frá Melbourne City en hann segist þurfa að spila fyrir HM næsta sumar. (The Age)

Newcastle er eitt af þeim ensku félögum sem vilja fá Kara Mbodji (28) varnarmann Anderlecht og fyrirliða Senegal. (Newcastle Chronicle)

Emil Forserg (26), kantmaður RB Leipzig, segist einungis vera að einbeita sér að því að spila vel með þýska félaginu. Forsberg hefur verið orðaður við Manchester United. (Manchester Evening News)

Marcos Rojo, varnarmaður Manchester United, spilaði 45 mínútur með U23 ára liði félagsins í vikunnni. Hann gæti verið að snúa aftur í aðalliðið eftir sjö mánaða fjarveru. (Goal)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, er ósáttur við meðhöndlun enska landsliðsins á Phil Jones. Jones verður ekki með gegn Newcastle um helgina vegna meiðsla sem tóku sig upp í landsliðsverkefni. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner