Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 16. nóvember 2017 04:15
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Perú síðasta landið til að tryggja sæti sitt á HM
Ramos fagnar marki sínu í nótt
Ramos fagnar marki sínu í nótt
Mynd: Getty Images
Perú 2 - 0 Nýja-Sjáland
1-0 Jefferson Farfan ('28)
2-0 Christian Guillermo Ramos ('65)

Landslið Perú varð nú rétt í þessu 32. og þar með síðasta þjóðin til þess að tryggja sæti sitt á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Rússlandi næsta sumar.

Perú mætti Eyjaálfumeisturum í Nýja-Sjálandi í umspili um lokasætið en fyrri leikur liðanna endaði með markalausu jafntefli í Nýja-Sjálandi.

Fyrirfram var Perú talið líklegra til þess að sigra einvígið og sviku þeir engan.

Jefferson Farfan kom Perú yfir 1-0 á 28. mínútu leiksins og það var svo Christian Guillermo Ramos sem gulltrygði farseðil Perú til Rússlands með sigurmarkinu á 65. mínútu.

Perú fer því á heimsmeistaramótið í Rússlandi en þetta verður í fjórða skiptið sem þjóðin tekur þátt á stærsta sviði knattspyrnunnar.

Perú hefur ekki komist á HM síðan árið 1982 og verða því 38 ár liðin frá því að þjóðin spilaði síðast á HM.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner