fim 16. nóvember 2017 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ragnar Þór í Þrótt V. (Staðfest)
Ragnar Þór með Selfyssingum sumarið 2015.
Ragnar Þór með Selfyssingum sumarið 2015.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Þór Gunnarsson er genginn til liðs við Þrótt Vogum sem mun leika í 2. deild á næsta ári.

Ragnar hefur leikið 23 leiki fyrir Tindastól í 2. deildinni, en hann á einnig leiki að baki í Pepsi-deildinni með Val og 1. deildinni með Selfossi.

Ragnar er 23 ára gamall framherji og gerði hann 13 mörk í 21 leik með Tindastól í sumar.

Þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Þróttara sem eru komnir í 2. deildina í fyrsta sinn í sögunni, en þeir voru í 4. deild fyrir tveimur árum.

Tindastóll endaði um miðja 2. deild og skoraði Ragnar rúmlega fimmtung af mörkum liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner