Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. nóvember 2017 07:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Spænska úrvalsdeildin mun notast við myndbandstækni
Real Madrid eru ríkjandi Spánarmeistarar
Real Madrid eru ríkjandi Spánarmeistarar
Mynd: Getty Images
Myndbandstækni mun verða notuð til aðstoðar dómara í spænsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili en það var tilkynnt í dag.

Javier Tebas, forseti úrvalsdeildarinnar tilkynnti að tæknin yrði pottþétt notuð á næsta tímabili.

Tæknin gerir dómurum kleift til þess að stöðva leikinn og skoða atvik úr leiknum á myndbandi.

Tæknin er nú þegar í notkun í þýsku úrvalsdeildinni, sem og þeirri ítölsku.

Ekki eru allir sáttir með þessa ákvörðun spænsku úrvalsdeildarinnar en margir hafa kvartað yfir því að tæknin hægi á gangi leiksins.
Athugasemdir
banner
banner
banner