fim 16. nóvember 2017 09:11
Magnús Már Einarsson
Stjarnan spilar í Tékklandi - Vonast til að snúa taflinu við
Harpa Þorsteins fagnar marki.
Harpa Þorsteins fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan mætir Slavia Prag í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna klukkan 17:30 í dag.

Stjarnan tapaði fyrri leiknum 2-1 í Garðabænum í síðustu viku en freistar þess að snúa taflinu við í kvöld.

„Slavia er vel þjálfað lið með marga góða leikmenn og taktískt eru þær sterkar. Mér fannst við spila vel í síðustu viku en við vorum að vonast eftir betri úrslitum," sagði Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Stjörnunnar, í viðtali við Shekicks.

„Það verður erfitt að fara til Prag en við stóðum okkur betur í Rússlandi en á heimavelli í síðustu umferð (gegn Rossiyanka) svo við höfum trú á að liðið geti staðið sig vel í þessari viku."

Hér að neðan má sjá viðtal við Katrínu Ásbjörnsdóttur, fyrirliða Stjörnunnar, eftir fyrri leikinn í síðustu viku.
Katrín: Eigum fullan séns í þessar stelpur
Athugasemdir
banner
banner
banner