Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 16. nóvember 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Styttist í endurkomu Zlatan
Zlatan skoraði 28 mörk á síðasta tímabili.
Zlatan skoraði 28 mörk á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hefur staðfest að Zlatan Ibrahimovic snúi aftur í liðið áður en árið 2018 gengur í garð.

Zlatan meiddist illa á hné undir lok síðasta tímabils en stutt er í endurkomu hans.

Slúðurblaðið The Sun segir í dag að Paul Pogba og Zlatan geti báðir snúið aftur eftir meiðsli gegn Newcastle um helgina. Mourinho staðfesti svo í samtali við Sky Sports að stutt sé í endurkomu Svíans þó hann hafi ekki viljað gefa upp nákvæma dagsetningu.

„Hann er ljón og baráttumaður. Ég held að það lýsi honum vel. Hann hefur alltaf þessa reiði innra með sér og þess vegna er hann næstum því kominn til baka," sagði Mourinho.

„Eins og við reiknuðum með þá hefur endurhæfingin tekið styttri tíma hjá honum og eins og við sögðum fyrir nokkrum vikum þá snýr hann aftur í liðið árið 2017. Það er mögnuð endurkoma."
Athugasemdir
banner
banner