Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 16. desember 2013 11:05
Magnús Már Einarsson
Villas-Boas rekinn frá Tottenham (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Tottenham hefur ákveðið að reka Andre Villas-Boas knattspyrnustjóra félagsins úr starfi.

Tottenham hefur einungis skorað 15 mörk í fyrstu 16 umferðum ensku úrvalsdeildarinnar en liðið situr í sjöunda sæti deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Arsenal.

Eftir 5-0 tap gegn Liverpool í gær ákvað stjórn félagsins síðan að reka Villas-Boas.

,,Við óskum Andre alls hins besta í framtíðinni. Við munum koma með frekari yfirlýsingu fljótlega," sagði Tottenham í stuttri yfirlýsingu í dag.

Villas-Boas tók við Tottenham af Harry Redknapp sumarið 2012 en undir hans stjórn endaði Spurs í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Villas-Boas var áður stjóri Chelsea í nokkra mánuði tímabilið 2011/2012 áður en hann fékk að taka pokann sinn. Þar áður var þessi 36 ára gamli Portúgali þjálfari Porto í heimalandi sínu.
Athugasemdir
banner
banner
banner