Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 16. desember 2017 18:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Áhugi frá Danmörku, Hollandi, Belgíu og Tyrklandi á Rúrik
Rúrik ætlar að færa sig um set.
Rúrik ætlar að færa sig um set.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Rúrik Gíslason er á förum frá Nurnberg í janúar. Hann fær ekki mikið af tækifærum í Þýskalandi og ef hann ætlar að komast á HM með Íslandi þarf hann að færa sig um set.

Það er víða áhugi á Rúrik, þar á meðal frá Danmörku þar sem vann var frá 2007 til 2015. Hann spilaði með Viborg, OB og síðar FCK frá Kaupmannahöfn.

„Hann fer frá Nurnberg í janúar," sagði Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Rúrik, í samtali við Tipsbladet í Danmörku.

„Það er enn óvíst hvað gerist, en Rúrik langar mikið að fara á HM með Íslandi, og ef hann ætlar að gera það þarf hann að spila. Það bendir ekkert til þess að það gerist hjá Nurnberg svo hann verður að leita annað."

„Það er áhugi frá Danmörku, og líka Hollandi, Belgíu og Tyrklandi. Dönsku félögin mun eftir honum. Orðspor hans er gott í Danmörku en það er ekki víst að hann finni lið þar."

Fyrir ári síðan sagði Rúrik að eina félagið fyrir hann í Danmörku væri FCK frá Kaupmannahöfn.

„Það er aðeins eitt félag fyrir mig í Danmörku og það er FCK. Mér leið mjög vel hjá FCK og ber mikla virðingu fyrir félaginu," sagði Rúrik við Tipsbladet fyrir ári síðan.

Magnús Arnar er þó ekki endilega viss um að FCK sé eina liðið í Danmörku.

„Ef við fáum gott tilboð frá Danmörku þá er ég viss um að hann muni skoða það," sagði Magnús Agnar.

Rúrik kom inn á sem varamaður hjá Nurnberg í dag og spilaði síðasta stundarfjórðunginn í 1-1 jafntefli gegn Kaiserslautern. Þetta var aðeins fjórði leikur Rúriks á tímabilinu.

Sjá einnig:
Rúrik Gísla: Virðast pirraðir yfir því að ég velji landsliðið
Athugasemdir
banner
banner
banner