Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 16. desember 2017 11:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bayern vill ekki fá Renato Sanches til baka
Sanches hefur ekki fundið taktinn hjá Swansea.
Sanches hefur ekki fundið taktinn hjá Swansea.
Mynd: Getty Images
Bayern München hefur lítinn áhuga á því að kalla miðjumanninn Renato Sanches til baka úr láni frá Swansea.

Sanches hefur valdið miklum vonbrigðum frá því hann kom til Swansea á lokadegi félagaskiptagluggans. Í grein Guardian um hann á dögunum segir að hápunktur ferils hans hjá félaginu hafi verið að senda á auglýsingaskilti í leik gegn Chelsea.

Þrátt fyrir þessi vonbrigði ætlar Bayern ekki að kalla hann til baka.

„Ég geri ráð fyrir því að Hasan Salihamidzic (íþróttastjóri Bayern) hafi eitthvað rætt við hann í síma," sagði Jupp Heynckes, stjóri Bayern, á fréttamannafundi í gær.

„Ég hef ekki áhyggjur af því að fá hann aftur til Bayern. Við erum með mikla breidd á miðjunni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner